Ávörp og
stjórn

Ávarp stjórnarformanns

Tómas Kristjánsson, stjórnarformaður

Tómas Kristjánsson, stjórnarformaður

 

Afkoma Regins fyrir árið 2019 var góð en mikil vinna hefur verið lögð í reksturinn af hendi stjórnenda með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Hagnaður eftir skatta nam 4.486 m.kr. sem er 39% aukning frá árinu áður. Rekstrartekjur félagsins yfir árið voru 9.848 m.kr. en þar af voru leigutekjur 9.266 m.kr. Hækkun á leigutekjum milli ára nam 20%. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir (EBITDA) var 6.711 m.kr. og hækkaði um 25% milli ára.

Árið í heild hefur einnig verið viðburðaríkt hjá Regin. Góður árangur hefur náðst í rekstri félagsins sem og þá hefur öflun nýrra leigutaka gengið vel. Það er mat okkar að vel grunduð og farsæl fjárfestingastefna síðustu ára sé á þessum tímapunkti að skila sér sterkt inn í afkomu félagsins.

Að venju voru mikil umsvif í tengslum við fjárfestinga- og uppbyggingaverkefni félagsins. Þar má nefna lúkningu stærri fjárfestingaverkefna sem fóru af stað á árinu 2018, kaup á dótturfélögum FAST-1 slhf., þá HTO ehf. og FAST-2 ehf. en um var að ræða stærstu fjárfestingu Regins til þess tíma. Það húsnæði sem félagið eignaðist við þau kaup fellur vel inn í eignasafn félagsins og yfirtakan hefur gengið vel. Endurskipulagningu verslanasvæða Smáralindar er lokið með góðum árangri og viðtökur viðskiptavina og verslunarmanna hafa verið góðar. Fleiri verslanir hafa opnað á Hafnartorgi og setja svip sinn á miðbæ Reykjavíkur.

Á aðalfundi félagsins árið 2019 var ný stefnumótun félagsins kynnt en innleiðing var þá þegar hafin af stjórnendum. Stefnumótunin var afurð vinnu stjórnar og stjórnenda félagsins að nýrri framtíðarsýn. Meðal hornsteina stefnumótunar var vilji Regins til að veita aukna þjónustu við viðskiptavini með því að bjóða nýjar og spennandi lausnir sem fela í sér virðisauka fyrir viðskiptavini félagsins. Til samræmis við breytt viðhorf samfélagsins, nýja kynslóð neytenda, þéttingu byggðar og kröfur um sjálfbærni ætlar Reginn einnig leitast við að búa til kjarna sem inniheldur áðurnefnda hugmyndafræði. Leitast verður við að gera aðlaðandi umhverfi og eftirsótta blöndu kjarna fyrir atvinnustarfsemi, þjónustu, menntun, búsetu og afþreyingu þar sem notendur geta lifað, leikið og starfað. Lausnir fyrir opinbera aðila verða meðal stærri verkefna hjá félaginu til framtíðar. Leitast verður við að félagið aðgreini sig með slíkar lausnir og þrói, byggi upp og haldi utan um verkefni fyrir þessa aðila. Markmið félagsins verður að auka enn frekar vægi tekna frá opinberum aðilum. Síðast en ekki síst er framsækni í rekstri sem felur í sér hagkvæmni og skilvirkni í rekstri félagsins sem leiðir til jákvæðra áhrifa fyrir samfélag og umhverfi.

Samhliða stefnumótun hefur Reginn sett sér skýr markmið og sýn í samfélagsmálum. Ný Sjálfbærnistefna félagsins var sett fram og samþykkt á árinu. Áform félagsins eru að vera brautryðjandi og framsækið í umhverfismálum. Markmiðum félagsins og árangur á því sviði eru gerð ítarleg skil í sjálfbærnikafla ársskýrslu fyrir árið 2019. Félagið mun halda áfram þeirri góðu vegferð sem þegar er hafin og halda áfram að vinna af krafti í samræmi við sjálfbærnistefnu þess. Mikil árangur náðist í lok ársins þegar félagið hlaut fyrstu BREEAM In-Use vottun á Íslandi fyrir Smáralind.

Árangur af stefnumótun er nú þegar orðinn áberandi hjá félaginu. Gerðir hafa verið nokkrir nýir samningar við opinbera aðila á árinu 2019 og má þá helst nefna samninga við Vegagerðina, Heilsugæsluna, Landlækni og Lögreglustjórann á Suðurnesjum.

Undir lok ársins var nýtt stjórnskipulag hjá félaginu innleitt, nýju skipulagi er ætlað að styrkja félagið og styðja við þær framtíðaráherslur sem ný stefnumótun lagði. Áhersla verður lögð á að efla og styrkja afkomueiningar félagsins sem verða þrjár þ.e.: Verslun og þjónusta, Samstarfs- og leiguverkefni með opinberum aðilum og Atvinnuhúsnæði og almennur markaður.

Á árinu samþykkti stjórn arðgreiðslustefnu þar sem lögð var áhersla á félagið myndi skila til hluthafa sinna, beint eða óbeint, verðmætum sem skapast í rekstri á hverju ári, umfram nauðsynlegar fjárfestingar í rekstrarfjármunum. Auk þessa ætlaði félagið á sama tíma að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu og taka mið af áhættu í umhverfinu og vaxtarhorum félagsins. Stefnan er að félagið greiði til hluthafa fjárhæð sem nemur um 1/3 hluta hagnaðar næstliðins rekstrarárs annaðhvort í formi arðgreiðslna eða með kaupum á eigin bréfum og niðurfærslu hlutafjár. Undir lok janúar hefur stjórn félagsins samþykkt og lokið tveimur endurkaupaáætlunum og á nú um 2,36% af útgefnum hlutum í félaginu.

Rétt fjármögnun er grunnur fyrir framtíðarvelgengni fasteignafélags eins og Regins. Á árinu var mikil vinna lögð í að undirbúa endurfjármögnun félagsins á komandi árum. Það er mat okkar að saman fari hagstæð skilyrði til fjármögnunar á næstu misserum og góð, traust og vel dreifð eignasöfn félagsins. Í nóvember sl. kynnti félagið að búið væri að færa 10 ma.kr. eignasafn undir almennu tryggingarfyrirkomulagi undir útgáfuramma félagsins. Enn og aftur sýnir skuldabréfarammi Regins hversu mikilvægur hann er félaginu.

Nýr flokkur skuldabréfa var boðinn út í lok desember og lauk útboðinu þann 12. desember 2019. Seld voru skuldabréf fyrir 1.520 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,75%. Næstu skref í fjármögnun hjá félaginu er útgáfa grænna skuldabréfa og þá hjálpar til umhverfisvottun Smáralindar og fyrirhuguð vottun fleiri bygginga í eignasafni félagsins.

Fyrir hönd stjórnar þakka ég starfsfólki Regins fyrir vel unnin störf og gott samstarf á annasömu ári. Hluthöfum eru einnig færðar góðar þakkir fyrir að standa að baki félaginu til lengri tíma og hafa þannig áhrif til góðra verka.

Ávarp forstjóra

Helgi S. Gunnarsson

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri

Árið 2019 var tímamótaár fyrir Regin því þá voru liðin tíu ár frá því að félagið var stofnað. Það er óhætt að fullyrða að uppbygging og gangur félagsins hafi verið hraður og árangursríkur því á þessum tiltölulega skamma tíma hefur náðst að byggja upp mjög sterkt og kraftmikið félag með mikinn fjölda traustra og góðra viðskiptavina, skrá það á markað og skila góðri afkomu. Starfsfólk og stjórnendur Regins eru mjög stolt af þeim árangri sem náðst hefur og telja að mörg og spennandi tækifæri bíði í nánustu framtíð.

Innleiðing stefnumótunar

Á aðalfundi félagsins 2019 var kynnt ný stefnumótun fyrir félagið. Innleiðing þeirrar stefnumótunar hófst strax í kjölfarið og hefur mótað starfsemi og skipulag félagsins mikið á árinu. Félagið setti sér fjórar megináherslur sem vinna á eftir, þetta voru eftirfarandi atriði:

→Við setjum VIÐSKIPTAVININN í öndvegi
→Við búum til EFTIRSÓTTA KJARNA
→Við mótum lausnir með OPINBERUM AÐILUM
→Við erum FRAMSÆKIN í rekstri

Innleiðing nýrrar stefnu er nú að mestu lokið og hefur gengið vel, ljóst er að nýjar áherslur munu hafa mikil áhrif á rekstur, starfsemi og fjárfestingar á komandi árum. Í ársskýrslu félagsins er nýrri stefnu gerð góð skil.

Umbreyting á eignasafni – ný verkefni

Sem fyrr þá voru umfangsmikil verkefni á borðum félagsins og unnið að öflun nýrra viðskiptavina.

Í framhaldi af kaupum Regins á félögunum HTO ehf. og FAST-2 ehf. hefur verið unnið í að styrkja og efla þau tækifæri sem felast í stærstu eign HTO, þ.e. Katrínartúni 2 (turninn að Höfðatorgi). Katrínartúnið er skrifstofuhúsnæði í hæsta gæðaflokki og vara sem félagið hefur haft takmarkaðan aðgang að hingað til. Á árinu 2019 voru gerðir nýir leigusamningar á um 1/3 hluta turnsins og var flutt inn í þau rými í lok ársins. Stærstu nýju aðilarnir í hópi þeirra leigutaka eru Kvika banki og Landlæknisembættið. Í turninum mun Reginn m.a. einnig reka skammtímaleigu á minni skrifstofueiningum.

Uppbygging á vegum verktakans sem byggði upp verslunarkjarnann á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur lauk á árinu og í lok ársins fékkst leyfi til að tengja saman bílakjallara undir Hafnartorgi og við Hörpu. Það verslanarými sem Reginn keypti á jarðhæð lóðarinnar 5b við Austurbakka átti að afhenda félaginu í lok ársins seinkaði en von er á að afhending fari fram í febrúar eða mars 2020. Staðsetning þessa tveggja eininga er einstök, en þær mynda eina heild á milli Lækjartorgs, Austurhafnar, fimm stjörnu hótelsins Edition, Hörpu og nýrra höfuðstöðva Landsbankans.

Unnið var að frekari uppbyggingu við Egilshöll þ.m.t. að bæta aðgengi og bílastæði.

Umbreytingaferli verslanasvæða Smáralindar er lokið og eru verslunarrekendur og viðskiptavinir mjög ánægð með árangurinn sem er sýnilegur með auknum aðsóknartölum og veltu. Næstu skref í styrkingu Smáralindar er að efla enn frekar afþreyingu í Smáralind, t.d. með stækkun kvikmyndahússins, aukinni afþreying og fjölbreyttara veitingaúrvali. Jafnframt á að styrkja enn frekar aðgengi að Smáralind með uppsetningu fleiri hjólagrinda, fjölga enn frekar rafbílahleðslum, stækka bílageymslu norðan við húsið og undirbúa tengingu Smáralindar við Borgarlínuna sem mun tengjast Smáralind 2024.

Á árinu tók félagið þátt í samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar og borgarsamtakanna C40 sem gekk út á það að skipuleggja og hanna, 10.000 fermetra byggingu á lóðinni við Lágmúla á horni Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Byggingin átti að uppfylla 10 lykilmarkmið og aðgerðir sem allar snúa að umhverfislegum áhrifum bygginganna hvort sem það snýr að byggingunum sjálfum, rekstri þeirra eða samgöngum notenda. Ásamt samfélagslegum ávinningi fyrir notendur og nágranna og borgina í heild. Reginn í samvinnu við Basalt arkitekta og Eflu verkfræðistofu skiluðu inn afar áhugaverðri og skemmtilegri tillögu sem var valin til þess að byggja upp á lóðinni.

Í samræmi við aukna áherslu á opinbera leigutaka hélt félagið vel heppnaða og áhugaverða ráðstefnu í nóvember í samstarfi við Deloitte um ávinning samstarfsverkefna einka- og opinberra aðila. Fyrirlesarar voru sex með ólík erindi en áttu það sameiginlegt að fjalla um samstarfsverkefni, PPP – Public Private Partnership.

Sérstaða Regins – traustir leigutakar

Vel hefur gengið í þeirri vegferð að afla félaginu nýrra og traustra leigutaka og bættust margir öflugir leigutakar við á árinu 2019. Félagið hefur haft það sem eitt af megin markmiðum sínum að sækja í auknum mæli í að leigja húsnæði til opinberra aðila og stofnana. Á árinu 2019 voru yfir 30% leigutekna félagsins frá opinberum aðilum, sveitarfélögum og stofnunum á vegum ríkisins. Stærsti leigutaki félagsins er Reykjavíkurborg, þar á eftir kemur íslenska ríkið, í þriðja sæti eru Hagar en í fjórða sæti eru þrjú stór sveitarfélög þ.e. Hafnafjörður, Garðabær og Akureyri.

Ef bætt er við skráðum félögum á hlutabréfamarkaði við hlutfall opinberra leigutaka sem og bönkum telur þetta um tæplega 40% leigutekna félagsins. Þessir traustu leigutakar gefa tekjustreymi félagsins mikinn stöðugleika, trúverðugleika og getu til að takast á við breytingar í efnahagsumhverfinu ásamt því að vera mikil sérstaða fyrir félagið. Samstarf Regins við opinbera aðila gengur vel og mikil þekking er innan Regins við rekstur slíkra samninga. Það er sóknarfæri til framtíðar að geta boðið opinberum stofnunum upp á hagstæðar og vel útfærðar lausnir í húsnæðismálum.

Grænar lausnir / sjálfbær þróun

Reginn hefur sett sér metnaðarfulla Sjálfbærnistefnu og hefur einsett sér að vera leiðandi í mótun og rekstri fasteigna auk þess að stuðla að velferð samfélags, bættum lífsgæðum og umhverfi íbúa. Félagið vill vera eftirsóknaverður samstarfsaðili og vinnuveitandi.

Sjálfbær þróun miðar að því að fullnægja þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Sjálfbær þróun kallar á heildarsýn þar sem mál eru skoðuð frá sem allra flestum hliðum og þáttum sjálfbærni s.s. umhverfislegri, félagslegri og efnahagslegri sjálfbærni. Í fjárfestingum og rekstri fasteigna er horft til langs tíma. Það er trú félagsins að áhersla á sjálfbærni dragi úr áhættu í rekstri félagsins og styrki fjárhagslega arðsemi til lengri tíma litið.

Þessi vegferð er strax farin að draga úr umhverfisáhrifum af rekstri félagsins, t.d. með minni orkunotkun og CO2 losun milli ára, sem skilar sér í lækkun á rekstrarkostnaði félagsins. Umhverfisvottun Smáralindar var mikilvægur þáttur í þessari vegferð félagsins en Smáralind hlaut fyrstu BREEAM In-Use vottun á Íslandi. Niðurstaða vottunarinnar er sú að Smáralind hlaut einkunnina „Very good“. Í ársskýrslu félagsins má nú finna ítarlega umfjöllun um þessi mál.

Innri starfsemi

Á árinu 2019 var mikil áhersla lögð á að efla og styrkja þá starfsemi sem hefur með rekstur í fasteignum að gera. Það er sú þjónusta sem félagið veitir leigutökum sínum í Smáralind, Egilshöll, skólum og leikskólum. Stöðugildi í þeim störfum sem tengjast „rekstri í fasteignum“ eru um 48. Á árinu hefur náðst mjög góður árangur í að bæta gæði þjónustunnar sem og að ná niður kostnaði. „Grænar lausnir“ í þessum flokki fengu mikla áherslu s.s. vottun Smáralindar, Snjallsorp í Hafnartorgi o.s.frv.

Í heild voru stöðugildi hjá Regin um síðustu áramót 57, þar af voru 22 á skrifstofu félagsins.

Stöðugt er unnið að eflingu áhættuvitundar stjórnar og stjórnenda, þróun og uppbyggingu verkferla, styrkingu upplýsingakerfis og því að gera stjórnskipulag hnitmiðara. Bókhalds og fjárhagskerfi félagsins voru uppfærð á árinu. Unnið er að jafnlaunavottun. Í september var framkvæmd starfsmannakönnun sem mun nýtast til að bæta og efla innri starfsemi enn frekar.

Stjórn Regins

Stjórnarformaður

Tómas Kristjánsson

Í stjórn frá apríl 2014

Fæðingarár: 1965

Menntun: MBA frá háskólanum í Edinborg 1997, Cand. Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989, löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eiganda Siglu ehf.

 

Starfsreynsla: Starfandi annar eigandi hjá Siglu ehf. og Klasa ehf. frá árinu 2007, framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar og reikningshalds hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, síðar Glitni banka frá 1998-2007, yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs frá 1990-1998.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Sigla ehf. (meðstjórnandi), Klasi ehf. (stjórnarformaður), Gani ehf. (stjórnarmaður), Elliðaárvogur ehf. (stjórnarformaður), Heljarkambur ehf. (stjórnarformaður), NV lóðir ehf. (meðstjórnandi), Grunnur I hf. (meðstjórnandi), Smárabyggð ehf. (stjórnarformaður), Húsafell Resort ehf. (meðstjórnandi), Húsafell hraunlóðir ehf. (meðstjórnandi), Hótel Húsafell ehf. og Orkuveitan Húsafelli ehf. (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Tómas á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 5,48%.
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Tómas er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Tómas er stjórnarformaður hjá Smárabyggð ehf. en það félag kemur að uppbyggingu íbúðabyggðar sunnan Smáralindar. Einnig leigir Klasi ehf. skrifstofuhúsnæði af dótturfélagi Regins hf. á Suðurlandsbraut 4 en Tómas er stjórnarformaður hjá Klasa.

Varaformaður

Albert Þór Jónsson

Í stjórn frá apríl 2015.

Fæðingarár: 1962.

Menntun: Viðskiptafræðingur, Cand. Oecon frá Háskóla Íslands 1986 og með MCF - meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Með próf í verðbréfaviðskiptum og löggildingu í fasteignaviðskiptum.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi.

 
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri hjá FL Group frá 2005-2007, forstöðumaður eignastýringar LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins) frá 2001-2005, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs hf. frá 1998-2001, forstöðumaður hjá Landsbréfum í fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun frá 1990-1998 og fjármálaráðgjafi hjá Glitni – kaupleigu frá 1986-1990.
 
Önnur stjórnarseta: Gneis ehf. (stjórnarmaður) og Kvika banki hf. (varamaður).
 
Hlutafjáreign í Reginn hf.: Albert á 150.000 hluti í félaginu eða 0,008%.
 
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Albert er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
 

Meðstjórnandi

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2014

Fæðingarár: 1964

Menntun: M.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2015. Viðskiptafræðingur Cand. Oecon 1989 

Aðalstarf:  Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.

Starfsreynsla: Landfestar fjármálastjóri frá 2008-2010, Kaupþing banki hf. sérfræðingur á fjármálasviði samstæðu frá 2007-2008, Debenhams á Íslandi, framkvæmdastjóri 2000-2006, Hagkaup fjármálastjóri frá 1996-2000, Hof eignarhaldsfélag aðalbókari frá 1994-1996 og KPMG endurskoðun og bókhald frá 1990-1993.
 
Önnur stjórnarseta: Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands frá 2006, O1 ehf. (stjórnarformaður) frá 2011, TM frá 2011 (varamaður), Lykill fjármögnun ehf. (varamaður), Pfaff hf. 2007-2012 (meðstjórnandi).
 
Hlutafjáreign í Reginn hf.: 18.000 hlutir eða 0,0010%
 
Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Bryndís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.
 
 

Meðstjórnandi

Guðrún Tinna Ólafsdóttir

Í stjórn frá mars 2018

Fæðingarár: 1975

Menntun: M.Sc. í fjármálum frá Háskóla Íslands 2011. Prisma diplímanám frá Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst 2009. B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998.

Aðalstarf:  Rekstrarstjóri verslunarsviðs Fríhafnarinnar ehf.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Igló ehf. frá 2011-2016, verkefnastjóri Baugur Group á sviði smásölu, fasteigna og trygginga frá 2002-2009, Senior Account Manager Kaupthing Bank Luxembourg SA frá 2000-2002, Sjóðstjóri skuldabréfa- og lífeyrissjóða og eignastýring fyrir fagfjárfesta hjá Verðbréfasjóði Íslandsbanka VÍB 1997-2000.

Önnur stjórnarseta: Svanni – lánatryggingasjóður kvenna (stjórnarformaður), Tinkel ehf. (meðstjórnandi) og Brunnur vaxtarsjóður slhf. (varamaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Guðrún er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.
 

Meðstjórnandi

Heiðrún Emilía Jónsdóttir

Í stjórn frá mars 2019

Fæðingarár: 1969

Menntun: Cand.jur. frá Háskóla Íslands og réttindi til málflutnings í héraðsdómi 1996. Starfsmannastjórnun frá Háskólanum á Akureyri 1999, löggildingu í verðbréfamiðlun 2006 og AMP frá IESE Business School 2017.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi lögmaður.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskips (2006-2012), framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Lex lögmannsstofu og síðar B-meðeigandi (2003-2005), upplýsingafulltrúi Símans (2001-2003), framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs / lögfræðingur KEA (1998-2001) og lögmaður hjá Lögmannsstofu Akureyrar (/1995-1998).

Önnur stjórnarseta: Íslandsbanki hf. (meðstjórnandi) og Icelandair (meðstjórnandi).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Heiðrún er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

Varamaður

Finnur Reyr Stefánsson

Í varastjórn frá apríl 2014

Menntun: BS í hagfræði 1992 frá Háskóla Íslands og MBA í fjármálum frá Virgina Tech 1994. Löggiltur verðbréfamiðlari 2001.

Aðalstarf: Starfar sem annar eigandi Siglu ehf. frá 2007 og sem framkvæmdastjóri Snæbóls ehf.

Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Glitnis frá 2006 – vor 2007. Framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Íslandsbanka – FBA (Glitnis banka) frá 2000-2006. Sérfræðingur í áhættustýringu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins frá 1998-1999. Sjóðsstjóri verðbréfasjóða og hlutabréfasjóða Landsbréfa 1994-1997.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Klasi ehf. og dótturfélög, Umbreyting slhf, Snæból ehf. (varamaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Sigla ehf., sem Finnur á helmingshlut í, á 100.000.000 hluti í félaginu eða 5,48%.

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Finnur er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess.
 

Varamaður

 Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir

Í stjórn Regins frá apríl 2013 og formaður endurskoðunarnefndar frá desember 2013.

Menntun: M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og B.Sc. í hagfræði frá sama skóla.

Aðalstarf: Sjálfstætt starfandi

Starfsreynsla: Nefndarmaður í Fjármálaráði frá 2016-2019. Framkvæmdastjóri endurskipulagningar eigna hjá Landsbankanum frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri Bíla- og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum frá 2011-2012. Ráðgjafi fjármálaráðherra frá 2009-2010. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Seðlabankanum frá 1999.

Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Listdansskóli Íslands ses (stjórnarformaður).

Hlutafjáreign í Reginn hf.: Engin

Hagsmunatengsl: Engin hagsmunatengsl eru við stærstu viðskiptavini félagsins, keppinauta þess eða hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Hjördís er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess.

 

Forstjóri

Helgi S. Gunnarsson

Helgi hefur verið forstjóri félagsins frá því það hóf starfsemi á vormánuðum 2009.

Fæðingarár: 1960

Menntun: M.Sc. í verkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet, 1993. Byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, 1986. Hefur lokið prófum sem húsasmiður og húsasmíðameistari.

Starfsreynsla sl. ár: Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Portusar ehf. og dótturfélaga frá 2006-2009. Framkvæmdastjóri Nýsis Fasteigna ehf. og dótturfélaga þess á árunum 2005-2006. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs VSÓ ráðgjafar ehf. og einn af eigendum þess 1989-2004.

Núverandi stjórnarseta: Helgi er stjórnarformaður allra dótturfélaga Regins hf. sem eru í fullri eigu félagsins auk þess að vera stjórnarmaður í B38 ehf.

Hlutafjáreign: Helgi á 1.521.952 hluti í félaginu í gegnum félagið B38 ehf.

 

 

Stjórnendur félagsins

Baldur Már Helgason


Baldur er framkvæmdastjóri Verslunar og þjónustu og staðgengill forstjóra. Baldur hóf störf í ársbyrjun 2019 en var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags.

Baldur starfaði áður í fjármálageiranum í um 17 ára skeið, síðast sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Auðar Capital en þar áður sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York.

Baldur er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

 

 

Björn Eyþór Benediktsson

Eyþór stýrir einingunni Upplýsingar og greining. Hann hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2014 við greiningar, upplýsingavinnslu og þátttöku í viðskiptaþróun.

Eyþór er meðstjórnandi í Rekstrarfélagi Egilshallar ehf. 

Áður starfaði Eyþór á framkvæmdasviði Vegagerðarinnar sem verkfræðingur B.Sc.

Eyþór er fjármálahagfræðingur M.Sc. frá Háskóla Íslands, 2012 og B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði, 2011. Eyþór lauk einnig sveinsprófi í húsasmíði 2006. Eyþór stundar nám í Reikningshaldi og endurskoðun við Háskólann í Reykjavík

 

Dagbjört Erla Einarsdóttir

Dagbjört er yfirlögfræðingur félagsins og hóf störf í apríl 2016. 

Dagbjört er meðstjórnandi í Reykjum fasteignafélagi ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvöllum ehf.,  Dagbjört er auk þess varamaður í stjórn HTO ehf., Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf., Smáralind ehf.  og 220 Miðbæ ehf. þar sem að Reginn hf. er meðeigandi.

Áður starfaði Dagbjört í 6 ár hjá lögmannsstofunni Juris slf. og 3 ár á einkabanka- og lögfræðisviðum Landsbankans hf. 

Dagbjört lauk meistaraprófi (mag.jur) frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og námi til öflunar réttinda til héraðsdómslögmanns sama ár.

Guðlaug Hauksdóttir

Guðlaug er yfirmaður reikningshalds og hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá árinu 2010.

Áður starfaði Guðlaug í 9 ár hjá Viðskiptablaðinu, síðast sem fjármálastjóri.

Guðlaug er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, 2002.

 

 

 

Jóhann Sigurjónsson

Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá árinu 2012.

Áður hefur Jóhann starfað sem fjármálastjóri Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf., HB Granda hf. og Pharmaco hf. Jóhann var einnig bæjarstjóri Mosfellsbæjar í 8 ár.

Jóhann er viðskiptafræðingur Cand.oecon frá Háskóla Íslands 1984.

 

Páll V. Bjarnason

 Páll er framkvæmdastjóri Atvinnuhúsnæði og almennur markaður ásamt því að stýra útleigu og samhæfingu útleigumála hjá félaginu. Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóri dótturfélaga Regins frá 2016 og var áður sviðsstjóri Fasteignaumsýslu félagsins.

Páll er varamaður í eftirtöldum dótturfélögum Regins hf.: Reginn Atvinnuhúsnæði ehf., Kvikmyndahöllin ehf., Knatthöllin ehf., RA 5 ehf., FM-hús ehf., Hafnarslóð ehf., Hörðuvellir ehf. og Reykir fasteignafélag ehf.

Páll er byggingaverkfræðingur M.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík 2011 og byggingatæknifræðingur frá sama skóla 2009. Páll er einnig menntaður húsasmiður og hefur lokið bæði sveins- og meistaraprófi.

Rúnar Hermannsson Bridde

Rúnar er stjórnandi útleigumála. Rúnar hefur starfað í útleiguteymi Regins frá árinu 2019 en starfaði áður hjá félaginu frá 2014-2017.

Áður starfaði Rúnar sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá 66°Norður og sölu og markaðsstjóri hjá Ingvari Helgasyni BL.

Rúnar er viðskiptafræðingur frá Tækniháskóla Íslands, 2004 og iðnrekstrarfræðingur frá sama skóla 2003.

Sunna Hrönn Sigmarsdóttir

 

Sunna er framkvæmdastjóri Samstarfs- og leiguverkefna ásamt því að stýra rekstri fasteigna hjá félaginu. Sunna hefur starfað sem framkvæmdastjóri dótturfélaga Regins frá 2017.

Sunna er stjórnarformaður Rekstrarfélags Egilshallar.

Sunna starfaði áður sem framkvæmdastjóri fasteignasviðs Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss frá 2011. Auk þessa sat Sunna í framkvæmdaráði Hörpu og stjórn Rekstrarfélagsins Stæði slhf.

Sunna er iðnaðartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Tinna Jóhannsdóttir

Tinna starfar sem forstöðumaður markaðsmála og stýrir markaðsstarfi Smáralindar og Regins. Tinna hóf störf hjá félaginu á árinu 2017.

Áður starfaði Tinna sem markaðsstjóri hjá Brimborg, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, framkvæmdastjóri Fífu barnavöruverslunar auk þess að hafa stýrt öðrum smásöluverslunum um árabil.

Tinna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ.