Eigendur
Regins

Stærstu hluthafar

 

Nr. Nafn Hlutir  %
1 Lífeyrissjóður verslunarmanna 188.105.301 10,30
2 Gildi - lífeyrissjóður 158.866.461 8,70
3 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 130.000.000 7,12
4 Stefnir hf.  100.513.069 5,50
5 Sigla ehf. 100.000.000 5,48
6 Birta lífeyrissjóður 86.700.743 4,75
7 Stapi lífeyrissjóður 86.135.266 4,72
8 Eaton Vance Management 73.431.838 4,02
9 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 62.279.504 3,41
10 Brimgarðar ehf. 50.633.333 2,77
11 Lífsverk lífeyrissjóður 49.404.808 2,71
12 Júpíter rekstrarfélag hf.  49.179.951 2,69
13 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 49.094.122 2,69
14 Festa - lífeyrissjóður 48.561.245 2,66
15 Kvika banki hf. 45.316.531 2,48
16 Íslandsbanki hf. 44.803.203 2,45
17 Landsbankinn hf.  41.614.489 2,28
18 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 37.669.307 2,06
19 Arion banki hf. 32.600.000 1,79
20 FM eignir 1 ehf 25.205.819 1,38
  Samtals 20 stærstu 1.460.114.990 79,95

 

Hluthafar Regins hf. voru 434 í lok árs 2019 samanborið við 523 í lok árs 2018.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er með 10,30% hlutdeild í heildarhlutafé félagsins. Gildi - lífeyrissjóður er annar stærsti hluthafinn samanlagt með 8,70%. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er þriðji stærsti hluthafinn með 7,12%.

Þróun hlutabréfaverðs

Fjöldi viðskipta með bréf í félaginu var yfir 1.400 og heildarvelta á árinu var 21 milljarðar króna en velta á árinu 2018 nam 27,9 milljörðum króna.

Árslokaverð á bréfum Regins í kauphöllinni var 22,15 en var 21,10 í lok árs 2018. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 5% á árinu.

Skipting hluthafa eftir hlutafjáreign

Lífeyrissjóðir eru sem fyrr stærsti hluthafahópur Regins í lok árs með 54% eignarhlut og hækkar um eitt prósentustig frá árslokum 2018.Eignarhlutur bankastofnana eykst um 2% á milli ára á meðan að hlutur fjárfestingarsjóða minnkar um yfir 4% á árinu. Hlutfall erlendra hluthafa minnkar um eitt prósent á milli ára.

Á árinu var virkjuð í fyrsta sinn endurkaupaáætlun hjá félaginu. Þann 7. júní sl. var virkjuð fyrri endurkaupaáætlun félagsins en þau máttu nema að hámarki 21.929.825 hlutum, þó þannig að heildarkaupverð yrði ekki hærra en kr. 500.000.000, og að eigin hlutir færu ekki umfram 1,20% af heildarhlutafé félagsins.

Kaupum samkvæmt þeirri endurkaupaáætlun lauk þann 30. september 2019 og nam heildarkaupverð um 467 m.kr.

Þann 7. Janúar 2020 var tilkynnt um aðra endurkaupaáætlun félagsins en henni lauk þann 27. janúar 2020. Keyptir voru samtals 21.162.034 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nam 1,16% af útgefnum hlutum í félaginu og nam heildarkaupverð þeirra 499.999.986 kr. í lok janúar 2020 átti félagið samtals 43.091.859 eigin hluti eða 2,36% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.826.243.956.