Ársskýrsla
2019

Lykiltölur í rekstri ársins 2019

 

 

Lykilstærðir 2019 2018
Hagnaður 4.486 m.kr. 3.266 m.kr.
Arðsemi fjárfestingareigna (m.v. meðalstöðu) 5,0% 4,9%
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir 6.711 m.kr. 5.390 m.kr.
Rekstrartekjur 9.848 m.kr. 8.288 m.kr.
Leigutekjur 9.266 m.kr. 7.737 m.kr.
Meðallengd samninga m.v. núverandi leigusamninga 7 ár 8 ár
Vaxtaberandi skuldir 84.021 m.kr. 80.488 m.kr.
Handbært fé frá rekstri 3.406 m.kr. 2.641 m.kr.
Handbært fé í lok árs 2.840 m.kr. 2.490 m.kr.
Eiginfjárhlutfall 31,8% 31.6%
Fjárfestingareignir metnar á gangvirði 137.981 m.kr. 128.748 m.kr.
Stöðugildi í lok árs 57 52
Hluthafar í lok árs 434 523

 

 

Ársreikningur 2019

Þróun tekna

Þróun kostnaðar

Rekstrarkostnaður - hlutfall af leigutekjum

Rekstur og útleiga

Árið 2019 einkenndist af mjög góðum árangri þegar kemur að útleigu og endurnýjun samninga félagsins. Samtals voru gerðir samningar fyrir um 46 þúsund fermetra sem er aukning um 13% frá fyrra ári, og helst meðallengd samninga Regins óbreytt sbr. meðallengd undanfarinna ára sem er um 7-8 ár.

Segja má að ákveðið jafnvægi sé komið á útleigumál félagsins sem og eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði almennt á markaðnum. Í samræmi við útleiguhlutfall Regins á árinu sem var 97,5% er ljóst að nýting á fasteignum félagsins er mjög góð og félagið því vel í stakk búið fyrir frekari uppbyggingu eignasafnsins.

Leigusamningar - fermetrafjöldi